Skilmálar

Eignarréttur

Í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997 áskilur Pedromyndir ehf. sér eignarrétt hins selda þar til kaupverðið er að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka eða selja það nauðungarsölu með vísan til 4. tl. 38. gr. sömu laga. Kaupandi hefur kynnt sér samningsákvæði þetta og samþykkir eignarréttarfyrirvara Pedromynda með móttöku hins selda.

 

Skilaréttur

Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu sé varan í upprunalegum umbúðum órofnum og innsigli hennar órofin.  Við vöruskil skal sölukvittun framvísað.  Skilaréttur á ekki við um útsöluvörur.

 

Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar nema að seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. 

  

Athugið

Rétt er að minna á að þegar óskað er eftir ábyrgðarþjónustu eða vöruskilum áskilur Pedromyndir ehf. sér rétt til að krefjast framvísunar á frumriti reiknings fyrir kaupum á búnaðinum.